Saturday, June 9, 2012

Heil og sæl !
Í gær var mæting klukkan 9:30 . Þá hófst skrúðganga inn í salinn, kynnirinn, sem er frægur breti og heitir Paul, útskýrði dagskránna fyrir daginn. Fyrirlestrarnir gengu mjög vel. Fyrsta umferð á brautinni var klukkan 13:20, og í henni fengum við 169 stig og enduðum í 24.sæti upp úr fyrstu umferð,og í annari umferð, klukkan 15:00, lentum við í 12.sæti (af 68 liðum) með 189 stig, samanlagt frá fyrstu tvem erum við í 25sæti. Eftir keppnirnar var matur og síðan fóru Ragna og Jóel niður á neðstu hæðina til að æfa fyrir skemmtiatriðið. Nokkrir af okkur komu og kíktu á þau og endaði það með því að það voru allir jöklarnir farnir að syngja og 5 dómarar farnir að hlusta og taka upp. Einn strengurinn í gítarnum slitnaði, við fórum upp til bretanna því að við vissum að þau hefðu verið með gítar, en það var akkúrat sami strengurinn slitinn á gítarnum þeirra, þau bentu okkur á mexíkanana. Við fengum svo lánaðan hjá þeim. Á vináttukvöldinu horfðum við á skemmtiatriðin hjá hinum liðinum þangað til það var komið að okkur. Þetta gekk mjög vel hjá Rögnu og Jóeli og það komu margir til að óska þeim til hamingju. Við fórum svo heim þegar öll atriðin voru búin. Á leiðinni heim voru fullt af löggu- og sjúkrabílum út um allt og flestir urðu skíthræddir. Það var einn á jörðinni í handjárnum og margir með blóðugar hendur og andlit. En við sluppum vel. Í morgun vöknuðum við ennþá fyrr heldur en alla hina dagana klukkan 06:45, eða korter í fimm að íslenskum tíma. Við kepptum í síðasta skiptið á brautinni, en það gekk ekkert sérstaklega vel. Núna eru dómararnir búnir að koma og dæma básinn. Eftir rúman sólarhring verðum við að lenda í Keflavík.

-TheGlaciers

Hello !
Yesterday we had to show up að 09:30. Then the parade started, the host, wich is a famous britain named Paul, explained the sceduale for the day. The introductions went really well. The first round in the robot competition was at 13:20 and we got 169 points and landed in 24th place. In the second round, wich was at 15:00, we got 189 points. That pushed us up in the 12th place out of 68teams, combined from the two round we were in 25th place. After the competitions we went to lunch. Then Ragna and Jóel went downstairs to practice the song. A few of us went there to hear them, that ended when all of the Glaciers were singing with them, and 5 judges were listening and recording us. One of the strings in the guitar broke but we borrowed from the mexicans. The song went really well for Ragna and Jóel and many kids came to congratulate them. Then we went home when all the acts were finished. On the way home there were lots og cops and ambulances and some of us were really scared. One guy was laying on the ground in handcups and many people had there face and hands covered in blood. But we got out all right. Today we woke up early, at 06:45 or at a quarter to five in icelandic time. We had one last round in the robot competition, that didn't work out very well. Now the judges have arrived and judged our pit. In 24ours we will be landing in Keflavík.
-TheGlaciers

No comments:

Post a Comment